Gömlu vikudagana aftur - takk!

Ég var á flakki um Norður-Evrópu í byrjun vikunnar og fékk svona svolítinn nostalgíusting þegar ég var að nota sum daganöfnin á þýsku. "Donnerstag" hljómar eitthvað svo glæsilega í samanburði við "Fimmtudagur"! Og "Wednesday" er miklu betra en "Miðvikudagur" finnst mér. Íslensku daganöfnin eru einhvernvegin svo þurr og leiðinleg í samanburði við þau þýsku, ensku eða dönsku t.d. Mér finnst eiginlega að það ætti að breyta þessari nafngift og fara að notast við gömlu heiðnu nöfnin. Þórsdagur, Óðinsdagur, Týsdagur og Freysdagur eru einfaldlega miklu glæsilegri dagaheiti heldur en þau sem við höfum núna. Laugardagur, Sunnudagur og Mánudagur passa vel (ætti reyndar að vera Mánadagur) en restinni ættum við að breyta. Hið fyrsta!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband