Færsluflokkur: Íþróttir
20.2.2008 | 10:28
Drengur góður!
Hann er einfaldlega orðinn að goðsögn í lifanda lífi - stórglæsilegur fótboltamaður - og hann virðist alltaf vera hógværðin uppmáluð. Maður þorir varla að vona að strákarnir komi vel útúr leiknum í kvöld, þeir hafa ekki verið heppnastir í leikjum á móti frönsku liðunum. En með vængjamenn einsog Giggsa og Ronaldo er nú erfitt að ímynda sér að það standi þeim einhver á sporði. Þessir strákar eru einfaldlega stórkostlegir og unun að horfa á þá spila. Einsog það er sagt á englamálinu "poetry in motion". Þeir minna hvor á sinn hátt á galdramenn einsog Eric Cantona þegar þeir æða upp völlinn á þvílíkum hraða að varnarmenn eiga í fullu fangi með að einfaldlega sjá þá bruna framhjá sér, hvað þá að reyna að stöðva þá! Ég get ekki séð leikinni í beinni, enda verður sýning hjá okkur í Óperunni, en ég verð með mínum mönnum í anda og geri bara ráð fyrir að þeir standi sig vel - einsog þeim er von og vísa. Eftir burstið á Arsenal í deildarbikarnum ætti mórallinn að vera góður og það er vonandi að liðið þurfi ekki á hárþurrkumeðferðinni að halda í hálfleik!
Giggs leikur sinn 100. leik í Meistaradeildinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)