10.10.2007 | 11:55
Thessaloniki
Það er orðið ansi langt síðan ég skrifaði síðast, enda fátt markvert sem var að drífa á mína daga. Sumarið er oftast hálfgerð gúrkutíð, einsog það er kallað í blaðamennskunni, öll óperuhúsin lokuð og þeir sem eru að syngja á tónlistarhátíðum eru einu óperusöngvararnir sem vinna á sumrin.
Ég er núna í Grikklandi og er að syngja hlutverk Jóhannesar skírara í fyrsta sinn. Heilagur maður og allt það - ég er vanari því að vera í hlutverki morðingja, drullusokka af ýmsu tagi og hermanna, þannig að það er skemmtileg tilbreyting að vera góði gæinn! Ég þarf ekki að drepa nokkurn mann heldur er ég drepinn - hálshöggvinn. Ég er eini útlendingurinn hérna - allir hinir söngvararnir eru heimafólk - og þetta er í fyrsta sinn sem ópera eftir tuttugustu aldar tónskáld er flutt hérna, svo það verður spennandi að sjá hvort tónleikahússstjórninni takist að selja miðana á sýningarnar! Ég er mjög hrifinn af þessu tónleikahúsi, sem var byggt til að hýsa ráðstefnur, tónleika og óperusýningar - svona hús hefði verið upplagt sem tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík.
Í dag er generalprufan og frumsýningin verður svo á föstudaginn. Sendi skýrslu eftir það.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Kæri félagi.... ef þú hittir Siran Tsalikian, sópran, þá bið ég innilega að heilsa henni. Hún býr í borginni.
Annars segi ég bara toi toi toi fyrir Jóhannes og break a leg (eða kannski "lose a head")
Bjarni Thor Kristinsson, 10.10.2007 kl. 23:26
Sæll meistari; ef þú hittir Siran þarftu ekkert að skila kveðju frá mér, hef aldrei hitt stúlkuna. Toj X 3 á föstudag, skýrslu takk.
ÓlKj
Óli Kjartan (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.