23.11.2008 | 15:46
Vetrarferð í Óperuna!
Þó svo félagi Smári sé auðvitað ekki ábyrgur fyrir fjármálafíaskóinu sem skekur stoðir efnahagslífsins um þessar mundir, hvað svo sem hann leyfir sér að grínast með það, er alveg ábyggilegt að hann getur skilað af sér frábærum tónleikum í kvöld og það er um að gera að auglýsa þá svo vel að þörf verði á að endurtaka þá vegna gríðarlegrar aðsóknar! Ég kemst ekki, er hundfúll heima í Frans í leiðinda kvefpest, en það ættu allir sem geta komist úr húsi og eru staddir á Stór-Reykjavíkur svæðinu að drífa sig niðrí Ingólfsstræti og njóta flutnings þessara ágætu listamanna, Jóhanns Smára Sævarssonar bassasöngvara og Kurts Kopecky píanóleikara og aðalstjórnanda Íslensku óperunnar á Vetrarferð Schuberts.
Toi, toi, toi - og gangi ykkur félögum allt í haginn.
Kveðja
Tommi
Axlar ábyrgð á kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.