10.1.2009 | 01:06
Snjór og meiri snjór!
Í morgun vaknaði ég við að sjá þökin á húsunum í nágrenninu undir blíðlegri hvítri ábreiðu fyrstu snjóa ársins í Madrid og undir hádegi var búið að loka flugvellinum hérna. En satt best að segja hefur það lítil sem engin áhrif á það sem ég er að fást við. Það er nefnilega komið að því að takast á við heimsfrumsýningu - loksins. Ég er búinn að vera að undirbúa mig síðustu vikurnar og mánuðina fyrir æfingarnar sem voru að hefjast hérna í Madrid núna í þessari viku á glænýrri óperu - Faust-bal - þar sem ég er í hlutverki undirheimaherrans, fallna engilsins, Mefistófeles. Og þetta er allt farið að taka á sig hina bestu mynd og það verður spennandi að sjá hvernig fer. Hingaðtil er lítið um uppsetninguna að segja, svo ég læt bíða betri tíma að gefa frekari skýrslu ...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.