6.7.2007 | 11:42
Góðmeti
Í fyrradag, daginn sem Alan Johnston var frelsaður úr prísundinni eftir að hafa verið rænt á götum Gaza, og daginn sem bretar og vinir þeirra ástralar voru að yfirheyra lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn vegna hugsanlegrar þáttöku í misheppnuðum sprengjuárásum í Bretlandi, komu vinir okkar í heimsókn og auðvitað var aðalumræðuefnið í þessu boði okkar það sem virðist standa okkur næst - matur! Alvarlegir viðburðir á alþjóðavettvangi eru manni auðvitað ofarlega í huga, en það sem oft sameinar okkur farandlistamennina er það sem maður þarf að innbyrða til að hafa krafta til að koma fram á sviði.
Ég þreytist aldrei á að vegsama íslenska lambakjötið og í þetta sinn lét ég ekker verða af því heldur. En þessir vinir okkar; hann er hálf ítalskur og hálf belgískur og hún er hálf finnsk og hálf ensk, vildu að eitthvað meira en þessar lofræður mínar væri reitt fram - þau vildu fá að smakka íslenskt lambakjöt! Það er erfitt fyrir nokkurn mann sem ekki hefur fengið að smakka þetta stórkostlega kjöt að ímynda sér þvílíkt góðmeti um er að ræða. Vandræðin eru þau að hérna í Brussel er erfitt að kaupa íslenskt lambakjöt og mér hefur hingaðtil ekki tekist að finna nokkurn mann sem getur selt það í sæmilegu magni. Auðvitað verður maður að treysta á góðvild annarra að koma með læri hér og hrygg þar þegar flogið er hingað til Evrópu, en það væri miklu betra ef hægt væri að kaupa þetta í venjulegum búðum hérna. Mér skilst að einhver hreyfing sé á viðræðum við Evrópusambandið um að leyfa innflutning á einhverjum matvælum frá Íslandi, en ég vill bara lambakjöt! Hjálpið mér og öllum þeim sem vilja fá að bragða heimsins besta lambakjöt - íslendingar - farið að flytja út lambakjöt til Evrópu!
Athugasemdir
Leiðin að hjarta karlmannsins er í gegnum magann :-) Heiti á þig læri ef ég kem í kaffi.
ÓlKj
Óli Kjartan (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.