Velkominn styrkur

HamrahlíðarkórinnHamrahlíðarkórinn var að fá styrk úr tónlistarsjóði og ég verð að viðurkenna að mér finnst það mjög gott! Á þeim árum sem ég var í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð þurftum við að ganga í hús til að selja harðfisk, rækjur og hitt og þetta sem gæti gagnast vel í heimilishaldi svo hægt væri að safna peningum til að fjármagna ferðir kórsins. Flestir tóku okkur vel og það var alltaf sérstaklega gaman að taka þátt í að reyna að minnka þá fjárhagslegu byrði sem fjölskyldur kórmeðlima þurftu óhjákvæmilega að axla til að borga fyrir flug og uppihald á ferðalögunum. Sennilega þurfa kórmeðlimir enn að gera þetta, svo það er vonandi að þeim sé vel tekið. Og þegar menningarstofnanir einsog kórarnir í Hamrahlíðinni fara erlendis er það betri landkynning en flest annað því kórstjórinn Þorgerður Ingólfsdóttir er svo ótrúlega lífleg og heillandi að það er skiljanlegt að fólk sem kynnist henni vilji heimsækja landið sem ól hana og svo er hljómurinn ótrúlega fallegur á kórsöngnum sem hún laðar fram í þeim sem syngja með kórunum! Hamrahlíðarkórinn - til hamingu!
mbl.is Úthlutað úr tónlistarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sannarlega voru allir styrkþegar vel að þessu komnir, og þó meira hefði verið. Ekki draga þessar upphæðir reyndar langt neinn þeirra sem njóta.

En Hamrahlíðarkórinn hennar Þorgerðar er auðvitað eitt samfellt tónlistarkraftaverk.

Gott að hún fái að sjá að þjóðin kann að meta.

Árni Gunnarsson, 24.7.2007 kl. 12:26

2 identicon

Það var óneitanlega sérstök stund þegar við Eiríkur Stephensen sátum á tónleikum kórsins í haust, horfandi og hlustandi á börnin okkar syngja! Það sem tíminn hefur flogið. Okkur finnst auðvitað sem við höfum sungið þarna sjálfir í gær.

En, það er nóg til af klósettpappír heima :-)

ÓlKj

Óli Kjartan (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband